Menntamálaráðherra skipar nefnd til þess að fjalla um og vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga á Íslandi
Menntamálaráðherra hefur með bréfi, dags. 11. maí sl., skipað nefnd til þess að fjalla um og vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Menntun fanga er þýðingarmikill þáttur í endurhæfingu þeirra og telur Fangelsismálastofnun brýnt að við framtíðaruppbyggingu fangelsa ríkisins verði sérstaklega hugað að námsmöguleikum fanga enda þýðingarmikið atriði við endurhæfingu þeirra. Huga þarf sérstaklega að fjarnámi, verkmenntun, menntun fanga af erlendum uppruna og þeim hópi fanga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út úr skyldunámi.
Í nefndinni eiga sæti:
Ásgerður Ólafsdóttir, menntamálaráðuneyti, sem jafnframt er formaður nefndarinnar
Dís Sigurgeirsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Erlendur S. Baldursson, fangelsismálastofnun
Sigurður Sigursveinsson, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi
Nefndin mun skila tillögum sínum í fyrir lok þessa árs.