Fréttir

Niðurstöður samkeppni um listskreytingar á Hólmsheiði kynntar í dag. - 5.6.2013

Fyrstu verðlaun hlutu Anna Hallin og Olga S. Bergmann fyrir tilllöguna Arboretum - trjásafn. Þetta margþætta listaverk samanstendur af þyrpingu níu tegunda trjáa sem staðsett verða í aðkomugarði fangelsisins. Gert er ráð fyrir "fuglahóteli" með tilheyrandi fuglahúsum sem unnin verða í samvinnu við trésmíðaverkstæðið á Litla-Hrauni. Lagt er til að vefmyndavélum verði komið fyrir í einhverjum af fuglahúsunum svo hægt verði að fylgjast með atferli fuglanna á skjá í bókasafni fangelsisins. Í sjónsteyptum veggbútum í útivistargörðum fangelsisins er svo gert ráð fyrir fræstum teikningum af flugmynstri fugla sem sækja þessar lendur. Dómnefndin sagði verkið falla vel að umhverfi og hugmyndafræði fangelsisins, hafa listrænt og fagurfræðilegt gildi og væri innan kostnaðarviðmiða. Sjá nánar.

Lesa meira

Úrslit í samkeppni um listskreytingu í Fangelsinu Hólmsheiði verða kynnt 5. júní 2013 - 3.6.2013

Úrslit í opinni samkeppni um listskreytingu í Fangelsinu á Hólmsheiði verða kynnt á Háskólatorgi næstkomandi miðvikudag 5. júní 2013 kl. 17:00. Sjá nánar á síðu Framkvæmdasýslu ríkisins.

Góður námsárangur fanga í Fangelsinu Litla-Hrauni og á Sogni. - 1.6.2013

Enn halda vistmenn í fangelsum áfram að sækjast eftir menntun meðan á afplánun stendur. Aldrei fyrr hefur annar eins fjöldi verið innritaður í nám í Fangelsinu Litla-Hrauni og á Sogni eins og á þessari önn eða samtals 66 manns. Af þeim stunduðu sex háskólanám við þrjá háskóla hérlendis og var einn sexmenninganna auk þess skráður í einn áfanga við FSu á Litla-Hrauni. Einn vistmaður hóf fjarnám við annan íslenskan framhaldsskóla en FSu og annar var í fjarnámi frá stofnun á meginlandi Evrópu.

Lesa meira