Vinna hafin við breytingar á Fangelsinu Kvíabryggju
Í samræmi við heildaráætlun um uppbyggingu fangelsanna er vinna við endurbætur og stækkun Fangelsisins Kvíabryggju nú hafin.
Áformað er að verkinu ljúki í september á þessu ári en þá mun fangelsið stækka úr 14 plássum í 22. Af hálfu Fangelsismálastofnunar hefur verið lögð mikil áhersla á að fjölga fangaplássum við opnar aðstæður svo sem er á Kvíabryggju. Þá mun vinnuaðstaða fangavarða verða betri auk þess sem aðstaða verður bætt til að stunda framhaldsnám á staðnum. Sjá nánar.
Fangelsismálastofnun fagnar því að þessar framkvæmdir séu hafnar.
Framkvæmdir við uppbyggingu Fangelsisins Akureyri verða boðnar út í febrúar þannig að framkvæmdir þar ættu að geta hafist í vor.