Fleiri fangar á Litla-Hrauni elda sjálfir
Í gær bættist ein deild til viðbótar í Fangelsinu Litla-Hrauni þar sem fangar elda sjálfir og eru þær orðnar þrjár. Stefnt er að því að fjórða deildin bætist við í haust.
Unnið er að því að gera fleiri föngum í fangelsum kleift að elda sjálfir en Fangelsismálastofnun hefur á undanförnum árum unnið að því að fangar læri grunnatriði í eldamennsku, innkaupum, þrifum o.fl. en þetta kennir þeim að vinna saman og eykur lífsleikni þeirra.