Fréttir

Útskrift úr grunnnámi Fangavarðaskólans 2008

15.5.2008

Nemendur Fangavarðaskólans luku prófum 7. maí síðastliðinn og voru útskrifaðir úr grunnnámi eða fyrri önn skólans föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Skólinn var starfræktur á grundvelli reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.

Þetta er í annað sinn sem Fangavarðaskólinn starfar samkvæmt tillögum nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2005 og skilaði skýrslu sama ár um menntun og þjálfun fangavarða. Skólinn hefur aðstöðu í húsnæði Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5b og nýtur starfskrafta nokkurra kennara Lögregluskólans auk annarra kennara úr fangelsiskerfinu og víðar að. Samtals var kennt á þessari önn í 17 vikur, frá 16. janúar til 9. maí. Kennslustundir voru 540 talsins og alls komu 18 kennarar og leiðbeinendur að kennslu við skólann. Lögð var áhersla á að tengja námið markmiðum og framtíðarsýn fangelsisyfirvalda, bæði með bóklegum greinum og verklegum æfingum.

Pall_E._Winkel_forstjori_avarpar_utskriftarnema_FangavardaskolansNíu nemendur útskrifuðust úr grunnnáminu að þessu sinni. Hæstu meðaleinkunn hlaut Haukur Örn Jónsson, fangavörður við Fangelsið Litla-Hrauni og var honum afhent gjöf frá skólanum af því tilefni. Lögregluskólanum, starfsfólki hans, kennurum öllum og nemendum er þakkað gott samstarf.

 

 Utskriftarnemar_ur_grunnnami_Fangavardaskolans_mai_2008_asamt_skolastjora_Gudmundi_Gislasyni

 



 

Senda grein