Laganemar í heimsókn á Kvíabryggju
Nemendur í afbrotafræði II við lagadeild Háskólans í Reykjavík heimsóttu nýverið Fangelsið Kvíabryggju. Kvíabryggja sker sig úr öðrum fangelsum á Íslandi að því leyti að þar eru hvorki rimlar fyrir gluggum og svæðið er ekki öðru vísi girt af en eins og venjulegt sveitabýli. Geirmundur Vilhjálmsson forstöðumaður tók vel á móti nemendum, sýndi þeim vistarverur og aðbúnað fanganna tuttugu sem þarna afplána dóma sína og ræddi vítt og breytt um inntak fangelsisrefsingar og fangasamfélagið. Markmið heimsóknar af þessu tagi er fyrst og fremst að opna augu nemenda fyrir þeim raunveruleika sem blasir við þeim sem dæmdir eru til refsivistar og þær aðstæður sem fangar búa við.
Nemendur upplifðu heimsóknina á ýmsan hátt eins og sjá má á vefsíðu Háskólans í Reykjavík.