Fréttir

Fangelsismálastofnun semur við EKRON um ný úrræði fyrir fanga

31.10.2008

Fangelsismálastofnun og áfangaheimilið EKRON undirrituðu í dag samkomulag um vistun afplánunarfanga á áfangaheimili EKRON. EKRON er sértæk einstaklingsmiðuð atvinnutengd starfsþjálfun og endurhæfing fyrir einstaklinga með skerta vinnufærni sökum afleiðinga af áfengis- og vímuefnasýki. Hjá EKRON starfa félagsráðgjafar, áfengis- og vímuefnaráðgjafar, fjármálaráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og félagsfræðingar.

 

Fangelsismalastofnun_semur_vid_EKRON

Fangelsismálastofnun bindur miklar vonir við að úrræði þetta fyrir afplánunarfanga geri þá betur í stakk búna til að takast á við lífið að lokinni afplánun án afbrota. Samkomulagið er tilraunaverkefni til 6 mánaða en að þeim tíma liðnum verður það endurskoðað. Sjá nánar.



Senda grein