Nýjar vörur í framleiðslu á Litla-Hrauni
Fangelsið Litla-Hrauni hefur hafið framleiðslu á tréborðum með áföstum bekkjum sem hægt er að hafa úti. Jafnframt er hafin framleiðsla á myllu, leiktæki úr tré, sem m.a. er hægt að hafa á útivistarsvæði leikskóla og grunnskóla.
Sjá nánar: sýnishorn til hægri hér á síðunni.
Þá eru framleiddar öskjur sem eru mjög hentugar til geymslu á pappír. Í fangelsinu er líka skrúfbútaframleiðsla og hleðslusteinar til að nota í byggingar. Sjá myndir af framleiðsluvörum.