Fréttir

Meðferðargangurinn á Litla-Hrauni er til umfjöllunar í 5. tbl. vefrits dóms- og kirkjumálaráðuneytisins

28.5.2008

Í maí-hefti vefrits dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er fjallað um starfsemi meðferðargangs á Litla-Hrauni en þar fá þeir fangar sem áhuga hafa á að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugarfars, afbrotahegðunar og vímuefnamisnotkunar hjálp til þess.

Eins og fram kemur í fréttatilkynningu ráðuneytisins með vefritinu lofar árangur fanga sem dvalið hafa á meðferðarganginunum undanfarna mánuði góðu. Alls hafa fjórtán fangar þegar farið þaðan á aðrar meðferðarstofnanir eða verið fluttir til vegna þess góða árangurs sem þeir hafa náð á sjálfum sér og fíkn sinni. Nýverið undirrituðu Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra samning sem tryggir áframhaldandi starfrækslu gangsins. Sjá vefrit.



Senda grein