Fréttir

Samningur milli Fangelsismálastofnunar og Háskólans í Reykjavík um starfsnám meistaranema í lögfræði

20.10.2008

Háskólinn í Reykjavík hefur nýlega gert Pall_E._Winkel_og_Svala_I._Olafsdottirsamning

við sex opinberar stofnanir og embætti, þar á meðal Fangelsismálastofnun, í því skyni að auka framboð á starfsnámi meistaranema í lögfræði.

Háskólinn í Reykjavík hefur nýlega gert samninga við sex opinberar stofnanir og embætti í því skyni að auka framboð á starfsnámi meistaranema í lögfræði, sérstaklega á sviði sakamála:

Ríkislögreglustjórann, Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Ríkissaksóknara, Fangelsismálastofnun, Lögregluskóla ríkisins og Umboðsmann barna.

Hluti af meistaranámi við lagadeild getur farið fram í viðurkenndu starfsnámi og nemandi fengið allt að sex einingar metnar á grundvelli samninga af þessu tagi. Það skilyrði er sett  að nemandi vinni undir leiðsögn  að viðfangsefnum  sem eru til þess fallin að auka þekkingu og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. Sjá nánar.



Senda grein