AA ráðstefna haldin á Litla-Hrauni
AA deild fanga, Brúin, stóð fyrir ráðstefnunni og tóku um 60 manns þátt í henni, 40 fangar og 20 gestir. Ræðumenn voru úr hópi fanga og gesta og sáu fangar sjálfir um allar veitingar, þar á meðal afbragðs súpu í hádeginu. Blómlegt AA starf er í Fangelsinu Litla-Hrauni og mæta margir utanaðkomandi AA menn reglulega á fundi sem haldnir eru á Litla-Hrauni í viku hverri til að deila reynslu sinni með föngum.