Fréttir

Athugasemd vegna fréttar í DV

24.7.2008

Í vef- og prentmiðli DV í dag er fjallað um tiltekinn fanga sem sagður er lyfta lóðum og stunda aðra líkamsrækt í Fangelsinu Kvíabryggju. Ferill hins nafngreinda fanga er rakinn og m.a. fullyrt að hann teljist mjög hættulegur.

Fréttin er að stórum hluta röng en viðkomandi fangi hefur ekki og er ekki vistaður í Fangelsinu Kvíabryggju. Rétt er hins vegar að fangar á Kvíabryggju stunda líkamsrækt eins og fangar í öðrum fangelsum.  Þá er jafnframt rétt að fangar á Kvíabryggju hafa um nokkurt skeið haft ákveðið aðgengi að internetinu. 

Vegna misnotkunar fanga hefur aðgengi að internetinu verið lokað í fangelsinu.  Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort og þá að hve miklu leyti opnað verði fyrir netaðgang að nýju.



Senda grein