Athugasemd vegna fréttar í DV
Fréttin er að stórum hluta röng en viðkomandi fangi hefur ekki og er ekki vistaður í Fangelsinu Kvíabryggju. Rétt er hins vegar að fangar á Kvíabryggju stunda líkamsrækt eins og fangar í öðrum fangelsum. Þá er jafnframt rétt að fangar á Kvíabryggju hafa um nokkurt skeið haft ákveðið aðgengi að internetinu.
Vegna misnotkunar fanga hefur aðgengi að internetinu verið lokað í fangelsinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort og þá að hve miklu leyti opnað verði fyrir netaðgang að nýju.