Fréttir

Stjórn Verndar í heimsókn á Litla-Hrauni

31.10.2008

Laugardaginn 25. október fór stjórn fangahjálparinnar Verndar í heimsókn á Litla-Hraun. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður, tók á móti stjórninni og sagði frá fangelsinu. Þá fór hún með stjórninni um fangelsið, vinnustaði og skólann. Einnig var farið inn á tvær deildir. Stjórnarmenn ræddu við nokkra fanga og áttu síðan formlegan fund með stjórn Afstöðu, félagi fanga.

 

 

Margret_Frimannsdottir_synir_stjorn_Verndar_tvottahusid_a_Litla-HrauniStjorn_Verndar_og_forstodumadur_Litla-Hrauns

Heimsóknin var mjög fróðleg og var þetta í annað sinn sem stjórn fangahjálparinnar sótti fangelsið heim. Margret_Frimannsdottir_synir_stjorn_Verndar_numeraradeildina_a_Litla-Hrauni

Í stjórn Verndar sitja sjö menn en formaður er sr. Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar.  Framkvæmdastjóri Verndar er Þráinn Farestveit og var hann einnig með í för.



Senda grein