Uppbygging fangelsa
Fyrsta hluta framkvæmdaáætlunar Fangelsismálastofnunar hrint í framkvæmd. Hinn 26. maí sl., tilkynnti dómsmálaráðherra Fangelsismálastofnun formlega að ráðuneytið hafi gert tillögu stofnunarinnar um uppbyggingu fangelsa ríkisins að sinni.
Hinn 26. maí sl., tilkynnti dómsmálaráðherra Fangelsismálastofnun formlega að ráðuneytið hafi gert tillögu Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsa ríkisins að sinni.
Þá tilkynnti ráðherra jafnframt að fjárveitingarvaldið hafi samþykkt að hefja nú þegar framkvæmdir við uppbyggingu fangelsanna á Kvíabryggju og á Akureyri.
Tekin verður ákvörðun um uppbyggingu á Litla-Hrauni og byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í haust í tengslum við gerð fjárlaga.
Sjá nánar skýrslu Fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsa ríkisins á síðu stofnunarinnar.