Fréttir

Hrókurinn og Frelsinginn á Litla-Hrauni

27.9.2005

Hrokurinn_og_Frelsinginn_a_Litla-Hrauni

Liðsmenn Hróksins Henrik Danielsen og Kristian Guttesen lögðu leið sína í Fangelsið Litla-Hraun sl. föstudag þar sem þeir slógu upp æfingamóti fyrir vistmenn fangelsins. Öllum þátttakendum var gefið segultafl frá Íslandsbanka sem og ljósmyndabækur í boði bankans og skákkennslubækur í boði Hróksins.

Liðsmenn Hróksins Henrik Danielsen og Kristian Guttesen lögðu leið sína í Fangelsið Litla-Hraun sl. föstudag þar sem þeir slógu upp æfingamóti fyrir vistmenn fangelsins. Öllum þátttakendum var gefið segultafl frá Íslandsbanka sem og ljósmyndabækur í boði bankans og skákkennslubækur í boði Hróksins.

Skákfélagið Hrókurinn heimsækir fangelsið hálfsmánaðarlega, en fyrr á þessu ári var stofnað skákfélag fanga á Litla-Hrauni sem ber þá skemmtilegu yfirskrift: Frelsinginn. Hrókurinn mun halda áfram að byggja upp skáklífið eystra með reglulegum heimsóknum til Frelsingjans

Myndin er af vef Hróksins og er tekin við stofnun skákfélagsins Frelsingjans á Litla-Hrauni fyrr á þessu ári.



Senda grein