Fréttir

Morgunverðarfundur um áfengis- og vímuefnameðferð í fangelsum var haldinn 4. nóvember 2005. Glærur fyrirlesara eru nú aðgengilegar.

12.11.2005

Fyrsti morgunverðarfundur sem samráðsnefnd um málefni fanga hélt var vel sóttur. Rúmlega 60 manns úr ýmsum starfsstéttum sáu sér fært að mæta.

Má þar meðal annars nefna heilbrigðisstarfsmenn frá Sjúkrahúsi Suðurlands, starfsmenn frá landlæknisembættinu, geðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss, dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, lögreglunni í Reykjavík, fangelsiskerfinu, Vernd, Málaskóla Mímis, Rauða Krossi Íslands, ýmsum meðferðarstofnunum og nema frá Háskóla Íslands, félagsráðgjafa, áfengisráðgjafa og marga fleiri.

Eftirfarandi erindi, er varða áfengis- og vímuefnameðferð fyrir einstaklinga í afplánun, voru flutt:

"Kind and Usual Treatment: Reducing crime through best practice in alcohol and drugs in prison settings"Professor Michael Levy, Director, Centre for Health Research in Criminal Justice, Ástralía                  

"Heilbrigðisþjónusta fanga í vímuefnavanda" Ragnar Gunnarsson, fangelsislæknir við Fangelsið Litla-Hraun

"Hugræn atferlismeðferð við áfengis- og vímuefnavanda á Landspítala Háskólasjúkrahúsi (Cognitive behavioural therapy for substance abuse at Landspítali, University Hospital)" Ása Guðmundsdóttir, sálfræðingur á geðsviði Landspítala Háskóla-sjúkrahúss

Í lok fundar gafst þátttakendum tækifæri á að beina fyrirspurnum sínum til fyrirlesara og urðu talsverðar umræður. Margir beindu spurningum sínum til Ragnars Gunnarssonar, fangelsislæknis á Litla-Hrauni. Greinargóð samantekt var síðan birt í Morgunblaðinu þann 7. nóvember 2005 og var þar sérstaklega fjallað um erindi Ragnars.

Stefnt er að öðrum fundi er fjalla mun um málefni fanga snemma á næsta ári. 



Senda grein