Fréttir

“Hvað er spunnið í opinbera vefi”

15.12.2005

Fangelsismálastofnun óskar dómsmálaráðuneytinu til hamingju með frábæra útkomu í úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga sem forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir, en dómsmálaráðuneytið fékk hæstan stigafjölda allra hvað nytsemi varðar, var með hæstu meðaleinkunn vefja ráðuneytanna og næst hæstu meðaleinkunn allra mældra vefja. Úttekt þessi er sú fyrsta af þessari stærðargráðu sem gerð er hér á landi.

Skoðaðir voru 246 vefir sem metnir voru með tilliti til rafrænnar þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Sjá ehf. vann verkefnið og kynnti niðurstöður úr skýrslu sem ber heitið "Hvað er spunnið í opinbera vefi" á ráðstefnu sem Skýrslutæknifélagið efndi til 12. desember síðastliðinn. Hér fyrir neðan má sjá stigafjölda sem vefur Fangelsismálastofnunar fékk í úttektinni:

 

Aðgengi 15,1 stig. Sæti 9 – 17 (af 240), hærra en hjá 95% þátttakenda.

Nytsemi 12,4 stig. Sæti 51 - 63 (af 240), hærra en hjá 76% þátttakenda.

Innihald 11,3 stig. Sæti 74 - 108 (af 240), hærra en hjá 63% þátttakenda.



Ef litið er til samanlagðs stigafjölda úr ofangreindum þáttum hjá þeim 170 ríkisstofnunum sem voru í úttektinni er vefur Fangelsismálastofnunar í 18. – 19. sæti.

 

Sjá nánar á síðu forsætisráðuneytisins.



Senda grein