Fréttir

Lifandi tónlist á Litla-Hrauni

10.10.2005

Undanfarið hafa ýmsir listamenn leikið fyrir vistmenn á Litla-Hrauni við góðar undirtektir. Má þar nefna nokkrar rokkhljómsveitir sem lagt hafa leið sína þangað nýlega, svo sem Mínus, Lights on the Highway og hljómsveitina Dr. Spock frá Reykjavík sem spilaði þar 23. september sl.

Enn fremur hafa verið haldnir klassískir tónleikar sem hafa verið vel sóttir og hafa vistmenn haft ánægju af. Ýmsar aðrar uppákomur hafa verið á Litla-Hrauni og má þar nefna skákæfingar og skákmót en skákfélagið Hrókurinn kemur reglulega í heimsókn.

Þess má og geta að séra Gunnar Björnsson prestur á Selfossi mun stjórna kórsöng í vetur eins og undanfarna vetur.



Senda grein