Lifandi tónlist á Litla-Hrauni
Enn fremur hafa verið haldnir klassískir tónleikar sem hafa verið vel sóttir og hafa vistmenn haft ánægju af. Ýmsar aðrar uppákomur hafa verið á Litla-Hrauni og má þar nefna skákæfingar og skákmót en skákfélagið Hrókurinn kemur reglulega í heimsókn.
Þess má og geta að séra Gunnar Björnsson prestur á Selfossi mun stjórna kórsöng í vetur eins og undanfarna vetur.