Breyting á lögum um meðferð opinberra mála
Með lögum þessum, sem þegar tóku gildi, varð m.a. sú breyting á 168. gr. laga um meðferð opinberra mála að nú skal í dómi eða úrskurði, ef máli lýkur án dóms, kveðið á um skyldu ákærða til að greiða sakarkostnað sem tiltekinn skal með ákveðinni heildarfjárhæð í dómi. Þar af skal sérstakaklega greina þóknun verjanda og réttargæslumanns með tiltekinni fjárhæð.
Með þessari breytingu verður það ekki lengur hlutverk Fangelsismálastofnunar að úrskurða um sakarkostnað. Sjá lög nr. 81 24. maí 2005 um breyting á lögum um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 (sektarinnheimta).