Fréttir

Áform um breytingar fangelsa óbreytt

27.10.2005

Fram kemur í frétt á mbl.is þann 25. október sl. að áform um breytingar fangelsa hafa ekki breyst.

Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dómsmálaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirætlanir ráðuneytisins um að hafist yrði handa á Kvíabryggju og Akureyri á næsta ári hefðu ekki breyst. Áfram væri unnið að málinu í samræmi við fjárlagafrumvarpið. „Það hefur ekkert breyst í þessari stefnumörkun af hálfu ráðuneytanna tveggja, heldur er þetta einungis spurning um útfærsluna, hvar fjárheimildir koma inn og þess háttar,“ sagði Stefán.

Ástæðan fyrir því að þetta hefði ekki verið inni í fjárlagafrumvarpinu væri sá að heildarkostnaðurinn hefði ekki legið fyrir þegar verið var að ganga frá fjárlagafrumvarpinu.

Sjá nánar.

Senda grein