Fréttir

Samráðshópur um bætta þjónustu við fanga

10.6.2005

Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar "Þjónusta við fanga" sem haldin var á Hótel Örk 15. apríl 2005 ákvað að fá fleiri til liðs við sig og koma upp samráðshópi sem hefði það markmið að skipuleggja fundi/umræðu/ráðstefnu sem tengjast málefnum fanga með einum eða öðrum hætti.

Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar kom saman í framhaldi af ráðstefnunni og var mál manna að ráðstefnan hefði tekist vel. Nefndin var sérstaklega ánægð með hversu margir sýndu því áhuga að halda áfram umræðu og stuðla að úrbótum varðandi málefni fanga. Því var ákveðið að koma upp samráðshópi sem samanstendur af aðilum frá Fangavarðafélaginu, Fangelsismálastofnun, Félagsþjónustu Reykjavíkur, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Landlæknisembættinu, Lögreglunni í Reykjavík, Rauða Krossi Íslands, SÁÁ, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar ásamt Fangapresti og nemanda í félagsfræði HÍ. Aðaláhersla samráðshópsins verður að stuðla að bættri þjónustu við fanga sem og áframhaldandi umræðu og úrbótum á þessu sviði. Ætlunin er að hópurinn hittist mánaðarlega og skipuleggi vettvang fyrir samræður s.s. morgunverðarfund um afmarkað efni er varðar málefni fanga. Um verður að ræða opna fundi fyrir þá sem láta málefni fanga sig varða. Fyrsti fundur samráðshóps um málefni fanga verður haldinn í september nk.

 

Senda grein