Ásættanlegur námsárangur á Litla-Hrauni
21.12.2005
Aðsókn að framhaldsskólanámi á Litla-Hrauni hefur aldrei verið eins mikil og á nýlokinni haustönn. Fjölbrautaskóli Suðurlands sér um kennsluna.
Á fréttavef Sudurland.is kemur fram að við lok síðustu annar hafi 16 nemendur mætt í 76 próf. Af 177 einingum sem lagðar voru undir skilaði 161 eining sér á einkunnablöð, 10 fóru í bið og 6 í súginn. ”Þetta verður að teljast ásættanlegt,” eins og Ingi S. Ingason kennslustjóri á Litla-Hrauni orðaði það. Alls kenndu sex kennarar frá FSu á Litla-Hrauni auk kennslustjóra.
Sjá nánar.