Fréttir

Leit í Fangelsinu Litla-Hrauni

9.5.2009

Fíkniefnaleit með fíkniefnaleitarhundum frá tollgæslu og lögreglu í Fangelsinu Litla-Hrauni

Þann 24. apríl sl. var gerð leit í Fangelsinu Litla-Hrauni með fíkniefnaleitarhundum frá tollgæslu, lögreglu og fíkniefnaleitarhundi Fangelsismálastofnunar. Leitað var í öllu fangelsinu með fíkniefnaleitarhundum, í klefum fanga, sameiginlegu rými deilda, vinnustöðum fanga, íþróttahúsi og á heimsóknargestum til fanga. Leitað var samtímis á tveim deildum í senn, tveir til þrír hundar voru að leita í einu. Fangaverðir fóru inn á deildir, föngum var gert að safnast saman í sameiginlegu rými deilda. Leituðu fíkniefnaleitarhundar á föngum, í klefum þeirra og á sameiginlegum rýmum. Föngum var boðið að vera viðstaddir leit í klefum sínum. Þá var einnig gerð leit á vinnustöðum fanga og í íþróttahúsi og á heimsóknargestum sem komu til fanga þann daginn. Ekkert fannst athugavert við leitina fyrir utan lítilsháttar fíkniefni á einum klefa. Fíkniefnaleitarhundar merktu lykt af einstaka fanga og var þá framkvæmd líkamsleit á þeim föngum og í nokkrum klefum merktu fíkniefnaleitarhundar lykt og var þá handleitað í klefanum.

Að lokinni leit var sett upp æfing fyrir alla fíkniefnaleitarhundana á einum af vinnustöðum fanganna. Auk fangavarða komu til aðstoðar við leitina Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og Halldór V. Pálsson deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Skipulag leitarinnar var í höndum Tryggva Ágústssonar deildarstjóra og Elínar Ó. Hölludóttur.



Senda grein