Í aðdraganda jóla
Fulltrúar Lögreglufélagsins með Óskar Bjartmarz í fyrirsvari færðu Fangelsinu Kópavogsbraut 17 og Hegningarhúsinu að gjöf allar bækurnar í útgáfuröðinni Norræn sakamál.
Fimmtudaginn 17. desember kom Sindri Freysson, rithöfundur, í Kópavogsfangelsið og las upp úr bók sinni: Dóttir mæðra minna. Með í för var Bjarni Þórsson, bókaútgefandi hjá Veröld, sem gaf fangelsinu eintak af öllum jólabókum forlagsins í ár.
Söngvarinn Geir Ólafsson kom í heimsókn í Kópavogsfangelsið í gærkvöldi og flutti nokkur lög fyrir fangana í matsal fangelsisins. Var góður rómur gerður að söng Geirs og færði hann viðstöddum rós að skilnaði.
Öllum aðilum er þakkað þeirra framtak.