Fréttir

Skólaslit á Litla-Hrauni

20.5.2009

Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður, Ingi S. Ingason, kennslustjóri og Anna Fríða Bjarnadóttir, námsráðgjafiSkólaslit Fjölbrautaskóla Suðurlands voru í dag á Litla-Hrauni og af því tilefni var morgunverður snæddur úti í góða veðrinu.

Innritaðir voru 39 vistmenn á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurlands. Einn hóf þó ekki nám þar sem ekki var boðið upp á það fag sem hann hafði óskað eftir. Tveir hættu eftir viku og 8 skiluðu sér ekki í próf. Tuttugu og átta nemendur luku prófum í samtals 192 einingum. Sá sem náði besta árangrinum skilaði 28 einingum á vorönn og hann er jafnframt skráður í 20 eininga nám í fjarnámi í sumar. Sex einstaklingar hafa hug á að stunda nám í sumar.

Ljóst er að aldrei áður hafa eins margir vistmenn á Litla-Hrauni lokið skilgreindum framhaldsskólaeiningum  við FSu á einni önn og nú á vorönn 2009. Auk þess voru 6 nemendur í fjarnámi við aðra skóla.

Auk námsráðgjafa í hálfu starfi og kennslustjóra í hlutastarfi komu 6 kennarar frá FSu einu sinni til tvisvar í viku og kenndu samtals 13 kennslugreinar, sumar upp á marga áfanga.

Frá áramótum hafa einnig verið haldin námskeið t.d. í skapandi skrifum og silfursmíði, sem ráðgert er að halda áfram með í sumar. Þá hafa verið haldin námskeið í  íhugun og jóga.

 



Senda grein