Fíkniefnaleitarhundur Litla-Hrauns var á meðal þeirra bestu á fyrsta Íslandsmótinu í fíkniefnaleit
Mótið var til gamans gert en hundar og menn dvöldu á Gufuskálum við þjálfun, skipt var í þriggja hunda lið og þrautin fólst í að finna fíkniefni sem falin voru á ýmsum stöðum, svo sem inni í íbúð, á veitingastað og á víðavangi.
Frábært framtak sem þjálfar hunda og umsjónarmenn þeirra enn frekar í að ná árangri í þeim harða heimi sem þeir starfa í daglega.