Fréttir

Fíkniefnaleitarhundur Litla-Hrauns var á meðal þeirra bestu á fyrsta Íslandsmótinu í fíkniefnaleit

15.11.2009

Fyrsta Íslandsmótið í fíkniefnaleit var haldið á Gufuskálum á Snæfellsnesi sl. föstudag. Þátttakendur voru fíkniefnaleitarhundar frá lögreglunni á öllu landinu, Fangelsismálastofnun og Tollgæslunni. Eftir harða keppni hömpuðu þrjár tíkur fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í fíkniefnaleit, Anika frá Litla-Hrauni, Ella frá lögreglunni á Suðurnesjum og Kóka frá Tollgæslunni.

Mótið var til gamans gert en hundar og menn dvöldu á Gufuskálum við þjálfun, skipt var í þriggja hunda lið og þrautin fólst í að finna fíkniefni sem falin voru á ýmsum stöðum, svo sem inni í íbúð, á veitingastað og á víðavangi.

Frábært framtak sem þjálfar hunda og umsjónarmenn þeirra enn frekar í að ná árangri í þeim harða heimi sem þeir starfa í daglega.

 



Senda grein