Fréttir

Menntamálaráðherra í heimsókn á Litla-Hrauni

16.10.2009

Menntamalaradherra_Katrin_Jakobsdottir_i_heimsokn_a_Litla_Hrauni_16.10.2009Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, heimsótti Litla-Hraun í dag. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismála-stofnunar, fór yfir stöðu fangelsismála og sýndi henni aðstöðuna í fangelsinu ásamt Margréti Frímannsdóttur, forstöðumanni fangelsisins.

Örlygur Karlsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, Ingi S. Ingason, kennslustjóri á Litla-Hrauni og Anna Fríða Bjarnadóttir, námsráðgjafi, fóru yfir stöðu menntunarmála í fangelsum ríkisins. Þá gerði Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur Fangelsismálastofnunar, grein fyrir skýrslu nefndar sem menntamálaráðuneytið gaf út á árinu 2007, Stefnumótun í menntunarmálum fanga á Íslandi, þar sem fram koma ýmsar tillögur til úrbóta sem því miður hafa ekki allar náð fram að ganga vegna niðurskurðar. Sjá nánar.



Senda grein