Fréttir

Margrét Frímannsdóttir skipuð forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni

26.1.2009

Dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, hefur skipað Margréti Frímannsdóttur í embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni frá og með 1. febrúar 2009.

Frá og með 1. febrúar 2008 hefur Margrét Frímannsdóttir gegnt embætti forstöðumanns Fangelsisins Litla-Hrauni í forföllum Kristjáns Stefánssonar, fyrrverandi forstöðumanns, en hann var skipaður í embætti frá og með 1. febrúar 1997. Um leið og Kristjáni er þakkað fyrir vel unnin störf óskar Fangelsismálastofnun Margréti velfarnaðar í starfi sínu. Sjá nánar.



Senda grein