Glærur frá morgunverðarfundi 15. maí 2009 um málefni fanga
Morgunverðarfundur var haldinn á Grand Hóteli, Reykjavík, 15. maí síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var: Út úr fangelsi – inn í kreppuna. Áhrif efnahagsástandsins á fanga og fjölskyldur þeirra.
Að fundinum stóðu samráðsnefnd um málefni fanga sem samanstendur af fulltrúum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fangelsismálastofnun ríkisins, Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Þjónustumiðstöð Breiðholts, Landlæknisembættinu, Rauða krossi Íslands, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Fangavarðafélaginu, fangapresti, Samhjálp og Vernd.
Fundarstjóri var Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu. Fyrirlesarar voru eftirfarandi og glærur þær sem bárust eru aðgengilegar hér:
Rauði krossinn á erfiðum tímum. Þjónusta við fanga í fangelsum og að lokinni afplánun. Helga G. Halldórsdóttir, sviðsstjóri innanlandssviðs RKÍ.
Breytingar á afbrotum á krepputímum. Guðbjörg S. Bergsdóttir, félagsfræðingur við embætti Ríkislögreglustjóra.
Aðsókn fanga á Áfangaheimilið Vernd. Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar.
Er kreppa innan veggja fangelsanna? Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni.