
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, heimsótti Fangelsismálastofnun og Fangelsið Hólmsheiði í dag. Með í för voru Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri og Kristín Einarsdóttir, lögfræðingur.
Í dag hefst formlegur fangelsisrekstur í nýju fangelsi á Hólmsheiði þegar kvennadeild fangelsisins verður tekin í notkun. Verða þá þær konur sem afplána þurfa í lokuðu fangelsi fluttar í nýja fangelsið.
Lesa meiraNorræn ráðstefna á vegum NVL (nordisk vuxenutbildning) verður haldin 13.- 14. september 2016 í Reykjavík
Lesa meiraFangelsið á Hólmsheiði var formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn föstudaginn 10. júní sl. Fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina.
Fangaverðir stóðu heiðursvörð
Lesa meira
Starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði 7. maí 2015 til að skoða hugmyndir að framtíðarnýtingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg hefur skilað skýrslu til innanríkisráðherra, sjá nánar.
Halldór Valur Pálsson hefur verið skipaður forstöðumaður Fangelsisins Litla-Hrauni og Fangelsisins Sogni.
Síðasti fanginn var fluttur úr Kópavogsfangelsinu föstudaginn 22. maí sl. Fangelsið var tekið í notkun í apríl 1989 fyrir 12 fanga og þar voru vistaðir bæði kven- og karlfangar.
Aðalskrifstofa Fangelsismálastofnunar flutti úr Borgartúni 6, Reykjavík, að Austurströnd 5, Seltjarnarnesi, 19. febrúar sl.
Útskrift nemenda í Fangavarðaskólanum 2014 fór fram 19. desember sl. Ellefu nemendur voru útskrifaðir, átta karlar og þrjár konur.