Fréttir

Útskrift úr Fangavarðaskólanum 2014

30.12.2014


Útskriftarnemar Fv.skólans 19. des. 2014 ásamt Páli E Winkel og Guðmundi Gíslasyni

Útskrift nemenda í Fangavarðaskólanum 2014 fór fram 19. desember sl.  Ellefu nemendur voru útskrifaðir, átta karlar og þrjár konur.








FiSkólastjóri Fangavarðaskólans Guðmundur Gíslason afhendir dúxinum Brynjari Jónssyni einkunnir sínarmm nemendur voru frá fangelsum á höfuðborgarsvæðinu, fimm frá Fangelsinu Litla-Hrauni og einn frá Fangelsinu Kvíabryggju. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og var meðaleinkunn heildarinnar 8,15. Hæstu meðaleinkunn hlaut Brynjar Jónsson, fangavörður við fangelsin á höfuðborgarsvæðinu, 8,56 og var honum veitt  viðurkenning fyrir góðan námsárangur. 

Forstjóri FMS Páll E. Winkel í ræðustól





Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sagði m.a. í ræðu sinni við útskriftina að menntun fangavarða væri mjög mikilvæg og að nemendur hefðu sýnt mikinn áhuga og dugnað í námi sínu. Framundan væru spennandi tímar við opnun nýs fangelsis á Hólmsheiði á árinu 2016 og mikið starf væri framundan við að koma því á laggirnar.






Guðmundur Gíslason, skólastjóri Fangavarðaskólans, sagði m.a. í ræðu sinni að námið í fangavarðaskólanum væri mikilvægt fyrir fagið í heild, kennarar hefðu að mestu verið innan fangelsiskerfisins sem og frá lögreglunni. Alls hefðu 24 kennarar og leiðbeinendur komið að kennslunni þær 14 vikur sem kennslan hefði staðið yfir. Fram kom í máli hans að þetta hefði verið samheldinn hópur sem hefði staðið sig mjög vel. Þá sagði hann að framundan væru einhverjar mestu breytingar sem orðið hefðu í íslenskri fangelsissögu með skipulagningu og byggingu nýs fangelsis frá grunni á höfuðborgarsvæðinu.


Síðasti hópur frá Fangavarðaskólanum útskrifaðist vorið 2011 en síðan hefur verið hlé vegna skerðingar á fjárheimildum Fangelsismálastofnunar. 


SHúfur og hanskar settir upp undir dyggri stjórn Aðalsteins Bernharðssonar yfirþjálfara Lögregluskólansem fyrr fór kennslan fram í húsnæði Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi 5b í Reykjavík og verður aðstoð og velvild Lögregluskólans í þessu sambandi seint fullþökkuð. 

Senda grein