Fréttir

Nýting afplánunarplássa í fangelsum hefur verið mikil á árinu 2007

18.12.2007

Nýting afplánunarplássa á Litla-Hrauni og í Kópavogsfangelsinu hefur verið 95-100% það sem af er þessu ári. Þá var nýting afplánunarplássa í Fangelsinu Kvíabryggju til 3. október sl. tæplega 99%. Nýting afplánunarplássa í Hegningarhúsinu var rúmlega 93% það sem af er þessu ári og í Fangelsinu Akureyri 86% til 9. maí 2007 er endurbygging þess hófst.

Fangelsismálastofnun hefur lagt áherslu á að boða menn til afplánunar eins og fljótt og unnt er og leitast er við að nýta afplánunarpláss vel til að draga úr bið eftir fangelsisplássi. Þegar nýting er svona mikil verður skipulag starfseminnar mun þyngra og erfiðara er að mæta óvæntum uppákomum. Einnig gefur augaleið að erfiðara reynist að sinna viðhaldi á húsnæði sem sífellt er í fullri notkun.

Staðreynd er að halda verður áfram uppbyggingu fangelsa í landinu svo unnt sé að efla og þróa faglegt starf í fangelsum ríkisins.

 

   2005  2006 2007 
Hegningarhúsið  79,53  84,54 93,10
Fangelsið Kópavogsbraut 17  86,85  90,90 96,35
Fangelsið Litla-Hrauni  95,73  96,17 99,79
Fangelsið Kvíabryggja  95,11  92,11 98,95 (til 3/10)
Fangelsið Akureyri  75,92  65,99 85,94 (til 9/5)

 

Nyting_afpl.plassa

Senda grein