Aðventustund á Litla-Hrauni
Í dag miðvikudaginn 12. desember kl. 17 verður aðventustund í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í umsjón sr. Hreins S. Hákonarsonar, fangaprests þjóðkirkjunnar. Jónas Þórir Þórisson organisti hefur umsjón með tónlistarflutningi.
Undanfarin ár hafa aðventustundir verið á Litla-Hrauni og hafa þær verið vel sóttar og fangarnir afar ánægðir með þær. Hefur fangaprestur notið velvilja nokkurra tónlistarmanna sem lagt hafa fram vinnu sína endurgjaldslaust.
Dagskráin verður nú með þessum hætti:
Dagskrá:
1. Ávarp og kveikt á aðventukransinum
2. Ritningarlestur og bæn
3. Anna Sigríður og félagar syngja við undirleik Jónasar Þóris
4. Egill Ólafsson syngur nokkur lög
5. Jólasaga lesin
6. Kórinn syngur undir stjórn séra Gunnars Björnssonar