Vinir og velunnarar fanga færðu Fangelsinu Kópavogsbraut 17, Kópavogi, 12 rúm, af vönduðustu gerð, að gjöf.
Árni Johnsen, alþingismaður, leitaði til nokkurra aðila, félaga og einkaaðila, til að standa að kaupum á nýjum rúmum í öll 12 herbergi Kópavogsfangelsisins.
Þeir sem standa að gjöfinni eru Kiwanisklúbbarnir Keilir í Keflavík, Helgafell í Vestmannaeyjum, Ölver í Þorlákshöfn, Sólborg í Hafnarfirði ásamt Eggerti og Pétri á Stokkseyri og Ræktunar-sambandi Skeiða og Flóa á Selfossi. Grænn markaður gaf blómvönd með hverju rúmi. Rúmin eru frá RB rúmum í Hafnarfirði.
Fangelsismálastofnun færir hér með ofan-greindum aðilum bestu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og er þeim óskað gleðilegra jóla.