Fréttir

Fangelsismálastofnun hefur sett skriflegar reglur um málshraða

12.12.2007

Hinn 1. desember sl. voru undirritaðar skriflegar reglur um málshraða. Reglurnar eiga að stuðla að því að mál sem Fangelsismálastofnun fær til afgreiðslu eða sendir frá sér sé afgreitt með skilvirkum hætti.

Meðal helstu atriða reglnanna er að ákvörðun í máli skuli taka svo fljótt sem unnt er og að jafnaði eigi síðar en einum mánuði eftir að erindi berst. Þess skuli þó gætt að mál sé nægjanlega rannsakað, gætt sé jafnræðis og meðalhófs sbr. stjórnsýslulög. Þess skuli gætt að ekki sé tekin íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður náð með öðru og vægara móti. Ákvörðun vegna umsóknar um reynslulausn og samfélagsþjónustu geta þó tekið lengri tíma. Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast skal skýra aðila máls frá því og upplýsa um ástæður og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Ef leita þarf umsagnar skal það gert við fyrstu hentugleika og svars óskað innan tilskilins tíma. 



Senda grein