Fréttir

Útskrift úr grunnnámi Fangavarðaskóla ríkisins

15.5.2007

Nemendur Fangavarðaskóla ríkisins voru útskrifaðir 11. maí sl. úr grunnnámi eða fyrri áfanga skólans. Skólinn var starfræktur á grundvelli nýrrar reglugerðar um menntun fangavarða nr. 347/2007.

Í samræmi við álit nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði í ársbyrjun 2005 og skilaði tillögum til ráðherra í júní það ár var fyrirkomulagi og reglugerð um skólann breytt í núverandi horf. Skólinn tengist nú lögregluskólanum nánar og miðast grunnnám fangavarða við sama tímaskipulag og grunnnám lögreglumanna. Samlegðaráhrif í starfsemi og kennslu þessara öryggisstétta er nýtt eins og kostur er. Lögð var áhersla á að tengja námsefni meira markmiðum og framtíðarsýn fangelsisyfirvalda í refsivistarmálum og færa það meira til faglegra verkefna sem tengjast starfinu með áherslu á það sem nefnt er lausnarleitarnám.

Utskrift_ur_Fangavardaskolanum_11._mai_2007Tíu nemendur voru útskrifaðir úr grunnnámi í Fangavarðaskólanum að þessu sinni. Hæstu meðaleinkunn hlaut Hermundur Guðsteinsson, fangavörður við Fangelsið Litla-Hrauni og var honum afhent gjöf frá skólanum af því tilefni.

Lögregluskólanum, starfsfólki hans, kennurum og nemendum er þakkað gott samstarf.



Senda grein