Fangaverðir draga uppsagnir sínar til baka
Fangavarðafélagið hefur haldið fundi með fangavörðum þar sem kynntur var stofnanasamningur sem undirritaður var 12. maí síðastliðinn. Á þeim fundum ákváðu fangaverðir sem sögðu upp störfum frá 31. janúar 2007 að draga uppsagnir sínar til baka.