Norrænar skýrslur varðandi menntun fanga
Gefnar hafa verið út tvær norrænar rannsóknarskýrslur, annars vegar er um að ræða rannsókn um menntun erlendra fanga: "Utdanningsbakgrunn, önsker og behov" og hins vegar rannsókn sem gekk út á að finna allar rannsóknir frá árinu 1998 - mars 2013 sem fjalla um áhrif náms og/eða vinnu á endurkomur fanga aftur í fangelsi.
Rannsóknin um menntun erlendra fanga í fangelsum á Norðurlöndunum: „Utdanningsbakgrunn, önsker og behov“ er afrakstur af samstarfi milli Norðurlandanna en norrænt tengslanet um menntun fanga í fangelsum var formlega stofnað 1. janúar 2006 en það byggir á samstarfi sem hafði verið frá því um 1970. Á árinu 2008 var gefin út skýrsla um menntun fanga í fangelsum á Norðurlöndunum en ákveðið var að í þessari skýrslu skyldi menntun erlendra fanga rannsökuð. Í kafla 5 eru menntunarmál pólskra fanga í fangelsum á Íslandi könnuð.
Þá er einnig komin út rannsókn sem gekk út á það að finna allar rannsóknir 1998 – mars 2013 sem fjalla um áhrif náms og/eða vinnu á endurkomur fanga aftur í fangelsi. Í sumum þessara rannsókna eru líka tekin fyrir áhrif annars konar meðferðar í fangelsum. Sjá rannsóknina (á ensku)