Fréttir

Af sauðburði á Kvíabryggju

31.5.2013

Sauðburður gekk illa framan af þar sem gemlingarnir áttu í erfiðleikum með burð, lömbin voru stór og báru ekki rétt að, þar af leiðandi fóru nokkrir þeirra í keisaraskurð.

 

Svona erfiðleika bar yfirleitt að á næturnar og kostaði þetta því mikla yfirlegu og andvökunætur fyrir yfirsetufólkið. Að öðru leyti gekk vel seinnipart sauðburðar. Lömin urðu 135 þar af 63 gimbrar og 72 hrútar. Þrjár ær eru þrílembdar, 49 ær tvílembdar og 28 ær einlembdar. Ein á eftir að bera.


Senda grein