Fangavarðaskólinn hóf starfsemi sína um miðjan janúar
Kennt verður samfellt í 13 vikur og einnig var kennslustundum í hverri viku fjölgað nokkuð. Samtals eru níu nemendur í skólanum að þessu sinni, fimm frá Fangelsinu Litla-Hrauni og fjórir frá fangelsum á höfuðborgarsvæðinu. Fangavarðaskólinn hefur, eins og áður, aðstöðu í húsnæði Lögregluskóla ríkisins að Krókhálsi í Reykjavík. Alls koma 14 kennarar að kennslu og þjálfun fangavarða við skólann. Náminu lýkur með skriflegum og verklegum prófum, auk þess sem nemendur skila þremur rannsóknarverkefnum í hópvinnu, sem þeir gera grein fyrir í málstofu við lok námstímans.