Fréttir

Matreiðslunámskeið á Litla-Hrauni

5.5.2008

Ulfar_meistarakokkur_kennir_a_LHÚlfar Finnbjörnsson meistarakokkur hélt matreiðslunámskeið fyrir fanga á meðferðarganginum á Litla-Hrauni í síðustu viku. Farið var yfir helstu atriði varðandi meðferð, geymslu og matreiðslu nokkurra fisktegunda að ósk þeirra sem þar dvelja. Þá fór Úlfar yfir helstu atriði varðandi ræktun kryddplantna. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Gestgjafann.

Í næstu viku verður haldið námskeið á annarri deild á Litla-Hrauni en fangar á þeirri deild og meðferðardeildinni sjá alfarið um eldamennskuna sjálfir. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna föngum að þekkja betur meðhöndlun hráefna og matreiðslu þeirra. Krasingarnar_komnar_a_bord



Senda grein