Innheimtustöð sekta og sakarkostnaðar á landsvísu
Í dag mun Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar á landsvísu taka formlega til starfa. Dóms- og kirkjumálaráðherra ákvað, með heimild í 2. málsl. 1. mgr. 70. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 að embætti sýslumannsins á Blönduósi skyldi reka innheimtumiðstöðina.
Markmiðið með rekstri sérstakrar innheimtumiðstöðvar er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakarkostnaðar og stuðla að eflingu sýslumannsembættisins. Fram til þessa hafa lögreglustjórar annast fullnustu sektarrefsinga og innheimtu sakarkostnaðar.
Fangelsismálastofnun mun hér eftir framsenda Innheimtumiðstöðinni sektir til fullnustu og sakarkostnað til innheimtu. Sjá nánar /fullnusta-refsidoma/sektarrefsing/ og /fullnusta-refsidoma/sakarkostnadur/.