Sektarrefsing

Hegningar samkvæmt 31. gr. almennra hegningarlaga eru fangelsi og fésektir

Sektir renna í ríkissjóð, nema annað sé ákveðið í lögum. Dæma má fésektir jafnframt fangelsi sem við brotinu liggur, þegar ákærði hefur aflað sér eða öðrum fjárvinnings með brotinu eða það hefur vakað fyrir honum skv. 49. gr. almennra hegningarlaga.

Frá og með 3. apríl 2006 framsendir Fangelsismálastofnun Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST), sýslumanninum á Norðurlandi vestra, Blönduósi, sektir til fullnustu og sakarkostnað til innheimtu. Markmiðið með stofnun sérstakrar innheimtustofnunar er að samræma, einfalda og efla innheimtu sekta og sakar- kostnaðar í öllu landinu.

Heimilt er að leyfa að sekt sé greidd með afborgunum. Eigi skal þó veita lengri greiðslufrest en eitt ár frá því að sekt kemur til innheimtu. Heimilt er að veita lengri greiðslufrest ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.

Hafi greiðsla sektar ekki farið fram á tilskildum tíma, skal þegar innheimta hana eða eftirstöðvar hennar með fjárnámi nema fyrir liggi að viðkomandi sé eignalaus.

Greiðist sekt ekki tekur Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, Blönduósi, ákvörðun um afplánun vararefsingar. Heimilt er að sækja um samfélagsþjónustu í stað vararefsingar.

Þegar sekt er tiltekin ákveður dómstóll í dómi, úrskurði eða með sátt tímalengd vararefsingar, sem ekki skal vera styttri en 2 dagar og ekki lengri en 1 ár.

Hafi hluti sektar verið greiddur, ákveður Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, Blönduósi, styttingu afplánunartíma að sama skapi, en þó þannig, að hann verði ekki undir framangreindu lágmarki, og að sektarfjárhæð, sem svarar til hluta úr degi, afplánist með heilum degi, sbr. 54. gr. almennra hegningarlaga.

Ekki er leyfilegt, án sérstakrar lagaheimildar, að krefjast greiðslu sektar úr dánarbúi sökunauts, né að innheimta sekt hjá nokkrum öðrum en sökunaut sjálfum.

Sekt fellur ekki niður nema með náðun.

 

Fjöldi þeirra sem hefja afplánun vararefsinga fésekta innan hvers árs (innkomur):

 

  ´95 

96 

´97  ´98  ´99 ´00  ´01  ´02  ´03  ´04 ´05 ´06 ´07  ´08  ´09  ´10  ´11  ´12  ´13
 

 0

45

 123

 104

52

 75

 70

 104

 115

 74

 96

 57

 56

 78

 42

 53

 67

 62


Fjöldi þeirra sem hefja samfélagsþjónustu í stað vararefsingar innan hvers árs:

 

 

´00 

´01  ´02  ´03  ´04  ´05  ´06  ´07 ´08 ´09  ´10  ´11  ´12

´13

 

52 

60 

 118

206 

196 

131 

103 

 158

 159

149 

115 

 52

 119

79

 






Senda grein