Fréttir

Framkvæmdum við stækkun Fangelsisins Kvíabryggju og nýbyggingu Fangelsisins Akureyri miðar vel.

13.8.2007

Framkvæmdum við stækkun Fangelsisins Kvíabryggju og nýbyggingu Fangelsisins Akureyri miðar vel. Þá er vinna við þarfagreiningu fyrir nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu í fullum gangi og ennfremur undirbúningsvinna vegna fyrirhugaðrar enduruppbyggingar Fangelsisins Litla-Hrauni.

Framkvæmdir við Fangelsið Kvíabryggju ganga vel.

Kviabryggja_FramkvamdirFramkvæmdir við endurbætur og stækkun Fangelsisins Kvíabryggju miðar vel.

Eftir breytingar fjölgar plássum úr 14 í 22. Í Fangelsinu Kvíabryggju njóta fangar ákveðins frelsis en taka jafnframt á sig ábyrgð í samræmi við það. Til að eiga möguleika á vistun á Kvíabryggju verður fangi að gangast undir ákveðin skilyrði svo sem að vinna eftir ákveðinni dagskrá, vera ekki háður vímugefandi efnum eða ávanabindandi lyfjum, stunda vinnu eða nám o.fl. Áformað er að formleg opnun verði 3. október næstkomandi.

 

 

Framkvæmdir við Fangelsið Akureyri eru í fullum gangi.

Fangelsid_Akureyri_breytingarFramkvæmdir við endurbyggingu Fangelsisins Akureyri eru í fullum gangi.

Eftir breytingar fjölgar plássum úr 8 í 10. Í fangelsinu verður kennsluaðstaða, aðstaða fyrir létta vinnu og líkamsræktarsalur. Þá verður komið upp heimsóknaraðstöðu sem ekki var þar til staðar og útisvæði stækkað. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki fljótlega eftir næstu áramót.

 

 

 

Vinna við þarfagreiningu fyrir nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið vel.

Hópur starfsmanna fangelsisgeirans, undir stjórn Stefáns P. Eggertssonar, verkfræðings, hefur undanfarna mánuði unnið að þarfagreiningu fyrir nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu en því hefur verið valinn staður á Hólmsheiði.  Tveir danskir ráðgjafar hafa verið hópnum innan handar, en þeir eru meðal reyndustu manna á Norðurlöndunum varðandi  byggingu fangelsa.

Mikil áhersla er lögð á vandaða þarfagreiningu varðandi hönnun nýs fangelsis hér á landi af hálfu Fangelsismálastofnunar, enda um flókið mál að ræða.  Ekki síst þar sem fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði á að leysa af hólmi Hegningarhúsið, Fangelsið Kópavogsbraut 17 og gæsluvarðhaldsdeildina á Litla-Hrauni. 

Fyrirhugað er að fangelsið verði mjög deildaskipt og nútímalegt margnota fangelsi, þar sem gert er ráð fyrir móttöku fanga og afplánunardeild styttri dóma, afeitrunar- og meðferðardeild í samvinnu við SÁÁ eða sambærilega aðila, gæsluvarðhaldsdeild og sjúkradeild fyrir fanga með geðræn vandamál sem dæmdir eru til fangelsisrefsingar.

 

Hönnunarvinna vegna enduruppbyggingar Fangelsisins Litla-Hrauni og vinna við mótun stefnu varðandi framtíðarrekstur þar gengur vel.

Litla_Hraun_Fyrirhugadar_breytingarHönnunarvinna vegna heildaruppbyggingar og stækkunar Fangelsisins Litla-Hrauni hefur undanfarna mánuði verið í fullum gangi og mun henni ljúka á þessu ári. Fyrirhugaðar eru ýmsar breytingar svo sem bygging nýs móttöku- og heimsóknarhúss við núverandi inngönguhlið, stækkun vinnuskála fyrir fanga og tengibygging sem mun m.a. hýsa yfirstjórn fangelsisins.  Enn fremur er stefnt að því að bæta verulega aðstöðu bæði fanga og starfsmanna og fjölga fangarýmum í 83.

Nefnd sem dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í október sl. undir stjórn Margrétar Frímannsdóttur, alþingismanns, hefur undanfarna mánuði unnið að því að að leggja fram tillögur að markvissri stefnu varðandi framtíðarrekstur Fangelsisins Litla-Hrauni.

Nefndin hefur unnið með starfsmönnum fangelsisins og sérfræðingum sem að því koma. Nefndin stefnir að því að skila lokaskýrslu með haustinu.

 



Senda grein