Batnandi stjórnsýsla í fangelsunum.
Gerir umboðsmaður þessi skil í sérstökum kafla í ársskýrslu fyrir árið 2006 þar sem fram kemur sú skoðun hans að breytingar á verkefnum og verklagi innan stjórnsýslunnar á hverjum tíma endurspeglist gjarnan í þeim málum sem til hans sé beint. Þannig fækkaði kvörtunum til umboðsmanns um helming milli áranna 2004 og 2005. Framhald var á þessari þróun árið 2006. Orðrétt segir umboðsmaður m. a:” Það er að minnsta kosti ljóst að meðal fanga og aðstandenda þeirra hafa verið uppi væntingar um að þær breytingar sem hrundið hefur verið í framkvæmd á þessu sviði eða boðaðar hafa verið muni leiða til þess að stjórnsýsla fangelsismála verði i minna mæli tilefni athugasemda.” (sjá í heild á heimasíðu umboðsmanns Alþingis)
Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu var fjöldi kæra til ráðuneytisins vegna ákvarðana um agaviðurlög í fangelsunum eftirfarandi:
Ár |
Fjöldi kæra |
||
---|---|---|---|
2003 |
42 |
||
2004 |
33 |
||
2005 |
20 |
||
2006 |
8 |
||
Til 28/8 2007 |
3 |
Af þessum tölum má lesa að stjórnsýsla innan fangelsanna hefur batnað til muna. Þá má líka sjá af þessu að starfsfólk fangelsanna er að ná frábærum árangri í starfi sínu með því að starfa náið með föngum, leiðbeina þeim, gera þá sáttari við hlutskipti sitt og um leið stuðla að því að þeir geti lifað lífinu án afbrota.