Reglur um afplánun á Áfangaheimili Verndar endurskoðaðar
Hinn 24. maí sl. voru undirritaðar nýjar reglur um afplánun á Áfangaheimili Verndar sem tóku gildi 1. júní 2007.
Samkvæmt hinum nýju reglum getur dvöl á Áfangaheimili Verndar orðið að hámarki 12 mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára fangelsi en var áður 8 mánuðir að hámarki þegar dæmd refsing var 6 ára fangelsi. Um leið verður starfsemi heimilisins styrkt svo sem með ráðningu vímuefnaráðgjafa en aukin fjárveiting hefur verið veitt til rekstrarins. Sjá nánar.