Fréttir

Rafrænt eftirlit - Undirritun samnings

5.3.2012

Fangelsismálastofnun og Öryggismiðstöðin hafa undirritað samning um rafrænt eftirlit með föngum.  Verkefnið hefur verið í undirbúningi um all langt skeið og prófanir staðið yfir. 

Á næstu dögum munu fyrstu einstaklingarnir fara undir rafrænt eftirlit á vegum Fangelsismálastofnunar.  Notast verður við margreynd ökklabönd við eftirlitið.  Þeir sem bera ökklaböndin fá takmarkaðan útivistartíma samkvæmt lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005.  Rjúfi viðkomandi útivistartímann er boð sent samstundis til stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvarinnar sem grípur til viðeigandi viðbragðsáætlunar.  Frá undirritun samnings Fangelsismálastofnunar og Öryggismiðstöðvarinnar. Páll E. Winkel, forstjóri FMS (t.v.) og Ragnar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar (t.h.)

 

Mynd frá undirritun samnings Fangelsismálastofnunar og Öryggismiðstöðvarinnar.  Páll Winkel Fangelsismálastjóri (t.v.) og Ragnar Þór Jónsson framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar (t.h.)

Senda grein