Sauðburður á Kvíabryggju
Á Kvíabryggju er nú stundaður búskapur en ákveðið var að hefja þar fjárbúskap til að auka vinnu fyrir fanga en ekki síður til að sjá þeim fyrir fæði og þar með stuðla að hagkvæmari rekstri.
Sauðburður hefur gengið vel. Við sónarskoðun kom í ljós að 24 ær voru tvílembdar, 2 þrílembdar, 5 einlembdar og 2 geldar. Lömbin sem nú eru orðin um 50 voru stór og heilbrigð við burð og eru nokkrar fallegar ásetningsgimbrar í hópnum að mati fjárglöggra manna. Sauðburði er að mestu leyti lokið, aðeins nokkrar kindur eiga eftir að bera.
Féð var tekið á hús við norðan hvellinn en búið er að setja það út aftur.