Fréttir

Heilbrigðisráðherra í heimsókn á Litla-Hrauni

29.4.2008

Heimsokn_heilbrigdisradherra_a_Litla_Hraun_25._april_2008Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu heimsóttu Fangelsið Litla-Hrauni föstudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þeir skoðuðu fangelsið en sérstök áhersla var lögð á að kynna starfsemi meðferðardeildar sem þar hefur verið rekin sem tilraunaverkefni til 6 mánaða. Ljóst er að gangi áætlanir Fangelsismálastofnunar eftir þá verður meðferðarstarf á Litla-Hrauni samstarfsverkefni dómsmála- og heilbrigðisráðherra.

Forstjóri Fangelsismálastofnunar lagði fram áætlun um áframhaldandi starf meðferðardeildar en í upphafi var ákveðið að tilraunaverkefnið stæði í sex mánuði og lýkur þeim tíma í maí næstkomandi. Því er brýnt er að taka ákvörðun um framhaldið.

Heilbrigðisráðherra lýsti ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í meðferðarstarfinu og vilja til samstarfs. Þá fundaði ráðherra með starfsfólki sem sér um heilbrigðisþjónustu í fangelsinu þar sem rætt var um meðferðarstarf og nauðsyn þess að bæta þjónustu við sakhæfa geðsjúka afbrotamenn.



Senda grein