Fréttir

Fangelsið Kvíabryggja

6.2.2006

Í fjárlögum þessa árs var samþykkt fjárveiting til umtalsverðra breytinga á Fangelsinu Kvíabryggju. Þær fela m.a. í sér fjölgun fangaplássa úr 14 í 20 auk þess sem unnt verður eftir breytingar að vista þar bæði kynin. Þá verður sett upp aðstaða þar til að stunda fjarnám.

Fyrirhugað er að hefja framkvæmdir í apríl næstkomandi en þá losnar einbýlishús forstöðumanns, þar sem hann lætur af störfum. Embætti forstöðumanns hefur verið auglýst laust til umsóknar.



Senda grein